11 dagar til stefnu..

Þá styttist óðum í að ég sleppi úr fangavistinni, öðru nafni mastersverkefnisskrifunum. Það hefði kannski átt að vera ljóst frá byrjun að það væri ómögulegt að klára svona verkefni um mitt sumar, þar sem það er bóngóblíða og allir aðrir bara í sumarfrí á ferðalögum og uppteknir við að hafa það gott! Það gerir þessa fangavist amk ekkert auðveldari!

Í raun er rúmlegur mánuður í opinberan skiladag, en sökum ferðalags til Íslands þá verður skilað í þarnæstu viku. Sem betur fer segi ég nú eiginlega bara. Ég myndi ekki meika að halda svona áfram í heilan mánuð í viðbót!

Þegar ég sit hérna núna og hugsa um þetta ferli get ég auðvitað fundið miljón hluti sem ég hefði getað gert öðruvísi: valið betri leiðbeinendur, byrjað að skrifa fyrr, reddað mér skrifstofu til að vinna á frá byrjun, ekki verða ólétt í miðju ferlinu, skrifa með einhverjum sem er góður í að skrifa svona skrímsli og svo framvegis. En akkurat núna finnst mér það heimskulegast sem ég gerði í þessu ferli vera : að hafa yfir höfuð komið sjálfri mér í þessa vitleysu til að byrja með! Ég hefði átt að velja mér nám sem hefði bara leyft mér að klára námið með nokkrum kúrsum hérna á vorönninni og venjulegu prófi 😀

Annars ákváðum við Henrik að skella okkur á kaffihús að borða í hádeginu. Sem væri nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að það tók okkur tæplega klukkutíma gönguferð að finna mat! Fyrsta kaffihúsið opnaði ekki eldhúsið sitt fyrr en kl 2 og bauð bara uppá bröns hlaðborð, sem okkur langaði ekki í. Kaffihús nr. 2 var lokað vegna bruna á efstu hæðum hússins í nótt!! Hálft þakið brunnið af…! Að lokum enduðum við á kaffihúsinu hérna á jarðhæðinni í húsinu okkar 🙂 En í staðin fengum við góðan göngutúr og ég fékk lit á hálft bakið mitt! Hvernig tókst mér alltaf að gang undir trjám svo það var skuggi á sama helming af bakinu alla leiðina?? 😉

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s