Ég er semsagt farin að blogga aftur..

…svona í tilefni þess að flest allir, ef ekki allir aðrir eru hættir að blogga. Þá er bara að blogga fyrir sjálfan sig! 😉

Í dag hélt ég uppá 27 ára afmælisdaginn í annað skipti (ekki það síðasta, stóla á að mamma baki eins og eina köku fyrir mig á klakanum) og fjórða í himnaríki! já nei, ekki er það svona mikið himnaríki að vera orðin 27 ára og farin að hrörna hugvitslega samkvæmt vísindamönnumum. Nei, ég fékk inngöngu í himnaríki þegar ég, Freyja Finnsdóttir viðurkenndi fyrir sjálfri mér (allir aðrir búnir að fatta það ) að ég væri búin að ofgera mér, og meira til.

Sagan hófst fyrir ca 2 mánuðum síðan, þegar ég á mínu rólega tempói var svona að reyna að setja mig í gír fyrir að fara á fulla ferð í verkefnavinnunni eins og ég er vön að gera. Í fyrsta lagi gekk það seint og illa að koma mér í alvöru tempó, sökum þess að ég var alltaf þreytt útaf óléttunni. Og svo bætti það svörtu ofan á grátt að leiðbeinandinn tilkynnti mér að hún tryði ekki á að ég myndi klára verkefnið á réttum tíma.

Svo hélt þetta áfram, ég að berjast í bökkunum við að reyna að skrifa verkefni sem ég frá upphafi einhvernvegin hafði misskilið hvernig ætti að vera, að minnsta kosti gat ég og leiðbeinandinn aldrei verið sammála um neitt. Þetta keyrði mig alveg uppí hæstu hæðir í stressinu og það var ekki alveg að gera sig svona með óléttan líkama sem vildi helst bara slappa af á sófanum eða sofa. Aðalega samt sofa. Þetta endaði svo allt með að ég var farin að fá alls kyns verki sem ég átti alls ekki að fá svona snemma á meðgöngunni, eða aðalega of mikið af þeim. En já, ég komst svo að því á miðvikudagskvöldið að ég gæti ekki meir. Nú yrði þetta að hætta og ég að komast í burtu úr þessum vítahring. Ég talaði svo við ljósmóðurina mína og fór svo til læknisins míns og fékk læknisvottorð. Það er svo á leið í pósti til skólans, og vonast ég eftir að fá tvær extra vikur til að klára verkefnið í ágúst.

Núna hinsvegar er sumarfrí! Sumarfríið notar maður til að slappa mikið af á sófanum, gera eitthvað skemmtilegt og slappa meira af á sófanu. Og ekki má gleyma, sofa mikið!

Á miðvikudaginn mæta svo brósi og fjölskylda hingað til Danmerkur, þar sem þau ætla að yfirtaka íbúðina á meðan við förum til Íslands. Eftir að hafa kennt þeim helstu hlutina um Kaupmannahöfn og NV, er svo stefnan tekin á fögru frónina á laugardaginn næstkomandi. Það verður ekki bara ljúft, heldur himneskt að komast svona langt frá verkefninu ógurlega!

Svo er bara að krossa fingur fyrir hitastigi yfir 15 gráðum á klakanum á meðan við þeysumst hringinn 🙂

Advertisements

2 thoughts on “Ég er semsagt farin að blogga aftur..

  1. Jeij! Gaman að sjá fréttir hér á nýjan leik! En, en, en hvar eru myndirnar og uppskriftirnar? Hurfu þær við útlitsbreytinguna?

  2. Já, myndirnar og uppskriftir hafa tekið pásu. Hinsvegar er von á fleiri uppskriftum hérna inni með tímanum. Allt kemur þetta með kalda vatninu! (mitt nýja mottó ;))

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s