Síðustu dagarnir í ITU

Þá er að líða að lokum á skólagöngu minni sem hefur aðeins tekið 20 og 1/2 ár! 10 ár í grunnskóla, 4 í menntó, 1 í HÍ, 2 í Kennó, 1 í Helsinki Háskólanum, 1/2 í Lýðháskólanum í Álaborg og 2 hér í ITU. Á morgun mun ég verja mastersverkefnið mitt og hef ég því tekið frí frá vinnunni í dag til að undirbúa smá powerpoint og heilaþvo sjálfa mig um að ég sé ógeðslega klár! Það er ég nefninlega búin að læra af þessum 2 árum í ITU, munnleg próf snúast um að láta eins og maður sé ógeðslega klár (þó mikilvægt að vita grundvallar atriðin í faginu sko..) og láta kennarana fá á tilfinninguna að maður gæti rætt akademískt við þá um efnið í fleiri daga. Þessi próf eru hvort sem er alltaf svo stutt að það endar með að maður er rétt byrjaður í einhverri umræðu þegar tíminn er búinn.

Ég býst þó ekki við neinni stjörnueinkunn, enda búið að ganga brösulega samstarfið við leiðbeinendurna og það er mikilvægast til að fá góða einkunn að vera vinur þeirra. En ég trúi þó ekki að þau felli mig, og allt fyrir ofan 2 (sem er eins og íslensk 5) er nóg fyrir mig 🙂

Annars er hreiðurgerðin á fullri ferð á Rentemestervej, við skoðum hús eins og okkur sé borgað fyrir það og ég sortera föt yfir sjónvarpinu á kvöldin eftir stærð og gerð. Við eigum svo yndislega vini sem eru búin að lána okkur og gefa heilan helling af barnadóti. Um helgina fjárfestum við svo í barnavagni sem við keyptum notaðan á spottprís! Það vantar því ekki mikið fyrir ungann, annað en húsgögn, en þau er erfitt að kaupa þegar maður er ekki komin með hús til að setja þau inní! Því fær Ikea ferðin að bíða aðeins þar til við erum flutt 🙂

Jæja, best að fara að byrja undirbúninginn fyrir performansið á morgun 🙂

Advertisements

One thought on “Síðustu dagarnir í ITU

  1. Hey – skrev du ikke lige at dine indlæg ville være på engelsk? Det her forstår man jo næsten intet af ;o)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s