Húsnæðis-leitar-maraþonið

Enn einu húsaskoðunarmaraþoninu lokið. Þetta er að verða að hefð að nýta alla sunnudaga vel í að skoða hvert húsið á eftir öðru gaumgæfilega og maður er orðinn sérfræðingur í að spotta það mikilvægasta: þak sem er að detta í sundur, flísar á baðherberginu sem þarf að skifta um og gólf sem brakar svo mikið í að það þarf að skifta því alveg út. Og svo má ekki gleyma: hversu lengi er húsið búið að vera til sölu og afhverju er það til sölu. Ergo: lengi til sölu = fólk er orðið meirt og áttar sig á að það fær aldrei söluverðið fyrir húsið og því til í að íhuga lágt boð. Ástæða fyrir sölu: eins manns dauði er annars brauð gildir algjörlega í þessu tilfelli. Maður er farinn að júbla yfir því þegar maður sér að fólk var að skilja og hefur því ekki efni á að búa lengur í húsinu, eins fáránlegt og það er að júbla yfir slíkum aðstæðum!! En það þýðir náttúrulega bara að fólk er viljugra til að selja fljótlega og fyrir það verð sem kaupendurnir setja upp. Hinsvegar eru ástæður eins og : vilja stækka við sig/minnka við sig það versta sem maður heyrir. Þá er fólk óttalega illmeðferilegt og alls ekkert pressað til að selja.

Við gerðum tilboð í eitt hús í síðustu viku, þar sem seljendernur voru bara rétt búnir að vera á markaðnum í 2 mánuði. Þau voru því ekki búin að átta sig á hversu lítið þau fengju fyrir húsið, og ekki hjálpa þessir fasteignasalar sem reyna allt til að segja öllum að markaðurinn sé á uppleið. Enginn hagfræðingur er hinsvegar til í að styðja orð þeirra. Og alls ekki kaupendurnir.

Ekki nóg með að við eyðum öllum okkar tíma í að skoða hýbíli annarra, á meðan við erum úti koma aðrar fjölskyldur og skoða okkar heimili! 🙂 Íbúðin, sem við flytjum út úr 1. des er komin til sölu. Það er ekkert sérstaklega gaman að þurfa að vera að taka til alltaf hreint, sérstaklega þegar maður er bara leigjandinn og hefur því lítið með söluna að gera. Það er þó eins gott að halda sig á mottunni og vera samvinnuþýður til að fá nú alla trygginguna sína til baka í desember 😉

Annað er nokkuð skondið. Við erum alltaf þau einu sem komum hjólandi til að skoða húsin. Hver fasteignasali tekur eftir því og hrósar okkur fyrir að vera svona heilsusamleg að nýta tækifærið og hjóla. Málið er bara að við eigum engan bíl og því ekki margt annað að velja í stöðunni 🙂 Við tökum þó lestina oftast með hjólin með og svo hjólum við síðasta spölinn. Í dag voru húsin soldið langt útí sveit og varð því hjólatúrinn ca 20 km samtals. Þetta gerist á sæmilega hægu tempói, enda þarf Henrik að dröslast með óléttu konuna í eftirdragi á þessum hjólatúrum. En þetta er þessi fína æfing fyrir þá óléttu sem sannfærir sig þarmeð um að hún þurfi alls ekkert að drífa sig í óléttu jóga með öllum ofur-óléttu-og-hysterísku-dönsku konunum 🙂

Nú er hinsvegar kominn tími á að halda áfram í matarundirbúningnum og kannski skella sér í að sauma eins og einar ungbarnabuxur í kveld, þar sem saumavélin er kominn á vinnusvæðið sitt 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s