Ferð í Ikea

Ég og Henriksson fórum í Ikea í gær. Það var nú ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að móðirin varð ástfangin. Ekki jafn ástfangin og af Henrikssyni eða föður hans….en næstum. Hún féll nefninlega fyrir stól. Besta brjóstagjafarstól í heimi!

Málið var að við skelltum okkur fyrst til Farum að heimsækja pabbann í vinnuna. Við fórum fyrst og skiftum fötum sem að vinnufélagar pabbans gáfu litla manninum en hann vaxin uppúr þeirri stærð núþegar, svo við fengum önnur í staðin. Síðan börðumst við í gegnum snjóskaflana alla leið í vinnuna til föðurins þar sem Henriksson fékk mörg aðdáunaraugu á meðan hann hraut í fanginu á pabba sínum. Þar sem allt hafði gengið svo vel og svo gott veður ákvað móðirin að það væri alveg hægt að drífa sig bara beint í Ikea og kaupa smádótið sem vantaði á heimilið. Ég vissi þó alveg að ungi maðurinn væri orðin svangur svona ca þegar við kæmum í Ikea, en þar sem Ikea er svo barnvæn verslun væri örugglega hægt að setjast niður og gefa brjóst þar.  Í Ikea byrjaði ungi maðurinn að öskra og ég fann veitingastaðinn og Brjóstagjafarhornið fljótlega! Já heilt horn bara fyrir konur með barn á brjósti. Þar hlömmuðum við okkur niður og hröktum eldra par í burtu þegar ég fór að fletta bolnum upp og draga brjóstið fram. Þegar unginn var byrjaður að drekka fór móðirin að taka eftir því hvað það væri þægilegt að sitja þarna….og hvað það væri sniðugt að það væri hægt að rugga stólum svolítið, svo að sársvangur unginn væri ekki alveg eins æstur í að þamba og lemja móður sína í leiðinni. Og eftir 5 mín þá var móðirin orðin ástfangin. Núna vill hún líka fá svona stól heima!

Eftir að unginn var orðinn saddur ætlaði móðirin að borða í rólegheitunum áður en verslunaræðið hæfist. Unginn var lagður í barnavagninn og matur keyptur, en svo var friðurinn úti. Það er náttla hundleiðinlegt að vera bara lagður niður í barnavagninn þegar það eru svona margir nýjir spennandi hlutir til að skoða!! Svo að ormurinn vildi bara hanga á handlegg móðurinnar á meðan hún borðaði (orðin góð í að skófla matnum inn með annarri) og gekk um hálfa Ikea. Loksins fattaði móðirin að draga sængina upp fyrir haus á unganum svo hann sæi ekki lengur alla spennandi hlutina og þá loksins hætti hann að reyna að fylgjast með og sofnaði. Heim dró móðirin svo nýjan bala fyrir ungann, kökugafla, kökuspaða, blómavasa og aðrar nauðsynjar fyrir heimilið í Skovlunde.

Nú ætlar móðirin að fara að taka til í herbergi ormsins svo að það sé pláss fyrir stólinn góða, þá er hún viss um að faðirin gefi eftir og kaupi stólinn 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s