Bókasafn

Í langan tíma hefur mig dreymt um að eiga heilt bókasafn heima hjá mér….þ.e. að raða öllum bókum heimilisins upp inní stofu, í margar bókahillur hlið við hlið, eða jafnvel langa hillu meðfram loftinu í stofunni. Einhvernvegin hefur aldrei orðið neitt úr þessu og oftast hafa flestar bækurnar verið geymdar einhverstaðar langt í burtu sökum plássleysis. Í gærkvöldi var þessu þó breytt og nú er komið mini-bókasafn í borðstofunni okkar. Við áttum eitt stykki flotta Ikea Stockholm hillu sem við keyptum á góðum prís hér um árið og passar svo vel við hliðiná kistunni (erfðargripnu hans Henriks). Nú keyptum við svo eins hillu, nema bara stærri til að setja hinu megin við kistuna. Og núna er sko næstum heilt bókasafn í litlu stofunni minni 🙂 Ennþá eru þó fullt af bókum í kjallaranum, enda erum við ekki byrjuð að raða eftir tungumálum, stærðum, litum eða í nokkur önnur system ennþá. Eða hvað þá að verða sammála um hvaða system eigi að nota!

Þetta er þó ekki eitt af vorverkunum, heldur bara útúrdúr í innréttingarmálum. Vorverkin virðast vera endalaus. Hreinsa veröndina og viðarverja. Kaupa garðhúsgögn og setja saman og uppá veröndina. Slá grasið. Reita arfann. Setja niður plöntur. Finna út hvaða plöntur eru í garðinum okkar. Skipuleggja garðinn. Vökva rósirnar. Taka til og þrífa í kjallaranum. Hreinsa hellurnar. Reita meiri arfa. Njóta þess að eiga garð á vorin. Horfa á fallegu blómin. Njóta verandarinnar í sólinni. Vera ótrúlega glaður að sólin er mætt eftir langan, kaldan og dimman vetur!

Spurning um að einbeita sér mest að því síðasta og njóta þess að vesenast í garðinum og húsinu með fjölskyldunni alla helgina 🙂

One thought on “Bókasafn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s