Að blogga, eða ekki blogga…það er spurningin!

Árið var held ég 1999, ég var í MR og Valla vinkona sannfærði mig um að ég ætti að gerast bloggari. Ég lét tilleiðast eitthvert kvöldið sem við sátum og spjölluðum á Ircinu og stofnaði fyrsta bloggið mitt. Ég man að það var hóstað á blogspot.com, en ég man ekki hvað slóðin var. Hinsvegar man ég alveg hvað titill bloggsins var: “Ég hata..” Og þetta varð hið bestasta blogg. Ég get verið svo dugleg að finna hluti sem ég hata! Þetta fór þó yfir einhver neikvæðismörk og ég ákvað því að breyta titlinum í “Ég elska..” en ég hafði bara ekkert eins mikið að skrifa um! Uppfrá þessu hef ég haldið uppi hinum ýmsustu bloggum, á mismunandi dómeinum, og á mismunandi tungumálum. Svo kom tími Facebook og þá dóu nú eiginlega bloggin soldið út. En nú hef ég tekið eftir því að ég er farin að finna fram alls kyns blogg og lesa þau reglulega, því mér hefur alltaf fundist blogg mjög skemmtileg. Og þá var líka bara kominn tími á að ég færi að skrifa aftur mitt eigið blogg!

Því hef ég ákveðið að skrifa um tvo hluti:

Ég hata…fólk sem nennir ekki að vinna vinnuna sína! Það er alveg ógurlega pirrandi. Og svo segi ég ekki orð meira um það! 🙂

Ég elska… að drífa mig aftur útað hlaupa. Fékk þessa forlátu bleiku hlaupaskó í jólagjöf frá tilvonandi. Sökum veikinda (og leti) var ég bara að ná að hlaupa túr númer tvö í kvöld. Ég hljóp ekkert langt, svitnaði lítið og fæ eflaust engar harðsperrur, en það var samt ljúft 🙂 Nú þarf ég bara að fara að finna góða hlaupatónlist og koma á ipodinn – sem auðvitað er bleikur í stíl við skóna!!

One thought on “Að blogga, eða ekki blogga…það er spurningin!

  1. Þú segir nokkuð, líst vel á þig. Undir niðri kraumar löngun hjá mér að byrja að blogga aftur…líst vel á þig vinkona. Eina bloggið sem ég les núorðið er hjá mágkonu minni, Sólu, og það er bara af því að hún er svo skemmtileg(eins og þú) og hrikalega góður penni. Segir svo skemmtilega frá…ég bara nenni ekki að byrja að blogga ef ég skyldi detta í þann gírinn að fara að tala um allt og ekkert…æ þú skilur. Knús í hús og förum nú endilega að heyrast !

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s