Síðan ég flutti að heiman hef ég saknað hrærivélarinnar hennar mömmu alveg ógurlega mikið! Enda hef ég tekið eftir því að ég hef sorterað soldið í uppskriftunum mínum og nenni lítið að baka t.d. brauð þegar ég get ekki bara sett hrærivélina í gang með að hnoða degið fyrir mig. Jájá, maður má alveg kalla mig lata, en það er bara annað að hafa hrærivél til að vinna fyrir sig!
Ég var líka búin að segja Henrik fyrir löngu síðan að við ættum að fara að gifta okkur því að mig langaði svo í hrærivél. Manninum fannst það eitthvað asnalegt til að gifta sig fyrir svona tæki! Ég mun þó ekki segja að kenwoodin hafi verið það fyrsta sem mér datt í hug þegar maðurinn fór niður á skeljarnar fyrir ári síðan, en þegar að brúðkaupsundirbúningnum fór í gang þá datt mér þó fljótlega í hug að við fengjum eflaust vélina góðu frá foreldrum mínum – og það varð svo raunin 🙂 Við mamma vorum búin að skoða markaðinn vel í fyrra fyrir brúðkaupið hjá bróður mínum og vorum sannfærðar um að Kenwood væri með kraftmestur vélarnar, þó alls ekki flottastar (það er algjörlega kitchenaid sem á þann titil) en – hrærivél á bara að gera vinnuna fyrir mig! og þó svo að hún líti út eins og skrímsli í eldhúsinu, þá verður bara að hafa það 😀
Enda varð maðurinn soldið hissa þegar hann sá skrímslið í fyrsta skifti – ég var búin að gera pláss í heilu horni í eldhúsinu fyrir tryllitækið og það veitir sko ekki af því! Eftir alla þessa nýju eldhús-dimsa sem við erum búin að fá í sumar erum við líka búin að kaupa okkur fínan skáp í stofuna til að geta flutt glös og annað útúr eldhúsinu – svo það sé nú pláss fyrir alla fylgihlutina 🙂
Fyrsta verkefni Kenwoodarinnar – afhýða gulrætur !
Síðan hef ég kastað mér útí hin ýmsustu verkefni – búa til ís (hef ekki ennþá náð að gera han eins góðan og ég vil hafa hann..), prófa nokkrar af uppskrifum hennar Mette Blomsterberg og svo auðvitað baka pizzudeig fyrir pizzusteininn á webernum 🙂