Heimþráin

Eiginmaðurinn flúði til Svíþjóðar á fund og vorum við Baldur því ein heima í gærkvöldi. Eftir að Baldur hafði tæmt eldhússkápinn sem ég tók til í um helgina (með miljón glerkrukkum og plastboxum, plastglösum og rörum) fór hann snemma í háttinn enda alveg búin á því eftir daginn í leikskólanum. Ég var sjálf svo þreytt að ég bara kom mér vel fyrir á sófanum og hélt mér þar allt kvöldið. “Home sweet Alabama” var í sjónvarpinu og ég sá hana loksins, en hún var ekkert að gera neina góða hluti fyrir mig! Ég fór bara að sakna Íslands, alveg óheyranlega! Þessi heimþrá fór reyndar að ólga í mér á laugardaginn þegar ég var í hreingerningarham og rigningin buldi á rúðunum. Henrik hafði nefninlega skellt einhverjum íslenskum safndisk í græjurnar og ég söng því hástöfum með Sódómu, Nínu og Stál og hníf! Ég fór svo að pæla í því hvað þessi heimþrá mín gengur útá. jújú, ég sakna vissulega fólksins, það er engin spurning. Vildi auðvitað óska þess að geta haft fjölskylduna og vinina hjá mér og hitt þau eins oft og ég vil. Og tungumálið, já stundum sakna ég þess óheyrilega að heyra íslensku. En það endar þó oftast með að þegar ég á Íslandi finnst mér næstum léttara að tala dönsku ! Og svo þegar ég fór að reyna að ímynda mér að ég myndi flytja heim, pakka öllu hafurtaskinu, manninum og syninum og finna mér vinnu á klakanum…þá gat ég heldur ekki alveg séð fyrir mér að búa í litlu Reykjavík og lifa í íslenska samfélaginu hvern einasta dag. Og hvernig er hægt að fá heimþrá þegar maður er heima hjá sér ? Ég held bráðum að ég sé að verða að einskinslandsmanneskju sem veit ekki hvar hún heyrir til! Og ég hef bara búið hér í tæp 6 ár…..hvað gerist þegar þessi tala verður að 20 ? Eða gerir hún það einhverntíman ?

Neinei, ég er ekki orðinn neinn anti-íslendingur, ég held að akkurat núna langi mig bara að búa til nýja eyju mitt á milli DK og Íslands þar sem ég get safnað öllu því besta frá báðum stöðum! 🙂

Ég spái því að heimþráin fyrst taki til þegar Baldur nálgast skólaaldurinn og ég sé fyrir mér að hann sé á leið inní skólakerfið í Dk sem elur af sér letingja….úff nei þá verður mér örugglega nóg boðið! 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s