2012

Þá er komið nýtt ár, jólaskrautið komið í kassann sinn og á leið útí skúr, og fyrsti vinnudagur kennarans á morgun. Sem betur fer koma nemendurnir fyrst á mánudaginn! Húsið er þó ennþá í drasli og ekki búið að þrífa, en ætli það líði nokkuð yfir rykið úr þessu ?

Arið byrjaði úti á Amager í góðu íslensk-dönsku áramótapartýii. Hér í DK er jú ekki neitt Ráðagerði til að halda partý – svo við ákváðum að bjóða okkur sjálfum í partý! Baldur var ógurlega vel uppalin drengur sem sofnaði um 8 leitið svo foreldrarnir gátu haldið áfram í kokteilum og rauðvíni frameftir kveldi. Það var líka hin bestasta skemmtun – og það voru líka soldið þreyttir og leiðinlegir foreldrar sem Baldur sat uppi með á sunnudeginum. Og svo byrjaði rokið – og það blæs og blæs og danirnir eru að tapa sér í að senda alla fréttamenn útá bryggjur til að sýna hversu svakalegar öldurnar eru. Eg verð alltaf jafn reið yfir því að þeir hafi enga virðingu fyrir kröftum náttúrunnar og leiki sér svona með örlögin… en það er gott að fréttamennirnir hafi eitthvað að segja frá svona í upphafi árs 🙂

Baldur 2 ára töffari er svakalega áhugasamur um að hjálpa til hér á heimilinu. Hann vill fara út með ruslið, skrælla kartöflur, leggja á borðið og taka af borðinu – en hann hefur enga þolinmæði í að foreldrar hans séu lengur en hann að borða! Hann reynir sitt besta til að draga okkur frá borðinu og vælir og skælir yfir að við séum svona lengi að borða, við eigum jú að koma að leika við hann! Barnið er svo mikið einkabarn að þetta er að verða slæmt! Spurning um að fá sér hund eða annað barn til að hann læri að deila athyglinni ? Eða kannski að móðirin eigi að læra að standa við sitt ?? hmmm..

Jæja, best að fara að ryksuga og skúra, og fara svo með barnið í myndatöku fyrir nýjan passa. Það verður nú áhugavert hvernig það gengur í þetta skiftið!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s