Þegar við Henrik héldum uppá 30 ára afmælin okkar í lok júní tók ég eina af uppskriftunum hennar Mette og breytti henni lítillega eftir því sem til var í garðinum okkar. Rabbabarin óx eins og arfi á þessum tíma sumarsins og því skellti ég rabbabarasultu í stað bláberjasultu í kremið. Hefði þurft að nota aðeins meira husblast til að kakan hefði orðið flottari – en kakan var víst mjög góð engu að síður 🙂
Ég gerði líka eina með jarðarberjum sem þó ekki kláraðist jafn hratt 🙂
Þetta er svo prufukakan þar sem ég bjó til bæði krem með jarðarberjum og bláberjum.
Þetta er að minnsta kosti mjög góð uppskrift þar sem auðvelt er að breyta og bæta eftir því hvaða marmelaði maður vill nota. Og almennt og yfirleitt er þetta alveg frábær uppskrift að góðu kökukremi 🙂
Tók mig svo til og bakaði möffins með brómberjum úr garðinum. Vinnufélagi hafði sagt mér frá því að hún bjó til möffins með hvítu súkkulaði og marcipani. Ég fann fína uppskrift hjá Odense Marcipan og er viss um að maður getur skift berjunum út allt eftir hvað maður nú á útí garði 🙂 Reyndar held ég að ég hefði átt að setja meiri ber en uppskriftin segir til um, en brómberin okkar eru bara enn að þroskast og því var ekki meira til þann daginn 🙂