Botn: 4 bollar mulið hafrakex eða Lu kex. Ég nota Lu Bastogne Duo eða Oreo. 200 g brætt smjör. láta það aðeins kólna áður en blandað við. Líka gott að setja saxað súkkulaði með þessu svona spari spari. Blanda þessu saman og sett í eldfast mót. Fylling: 400 g rjómaostur, 500 g vanilluskyr, 1/2 b sykur, 6 tsk vanilludropar, 1 peli rjómi. Þeyta rjóma. Rjómaostur og skyr hrært saman. Sykri og vanillu bætt við. Rjómanum bætt við rólega. Sett ofan á botninn. Smá jarðarberjasultu messað yfir. Bláber, jarðarber eða aðrir ávextir settir efst. Kæla áður en borið fram!