Atvinnuleysið

Það er alveg ógurlega leiðinlegt að vera atvinnulaus. Sérstaklega þegar að maður er nýbúinn að vera í fæðingarorlofi. Í heilt ár. Ég er basicly búin að vera heima hjá mér í eitt og hálft ár!

Það versta við það er samt að ég veit ekki alveg hvað ég á að fara að gera. Hvað á ég að vinna við í framtíðinni Ð

Í þessu ferli hér í Danaveldinu er fullt að fólki sem gjarnan vill hjálpa manni. Segja manni hvernig maður á að finna vinnu sem að maður verður ánægður með og þar sem að maður getur gert eitthvað sem að maður er góður í. Í því ferli hef ég þurft að fylla út allskyns módel og formúlur. Eitt af þeim snérist um allt það sem ég væri góð í. Ein stór analísering af öllu sem ég hefði gert síðan ég var í skóla.

Og þar áttaði ég mig á því að ég elska að skrifa. Ég hef alltaf komið mér á einn eða annan hátt í ritstjórnir. Auðvitað líka afþví að ég elska að stjórna. En ég elska líka að skrifa. Ég hef bara aldrei haft neina trú á því að ég geti skrifað – að ég geti verið góð í að skrifa. Stafsetning og málfræði hafa aldrei verið mínar sterku hliðar og nú þegar ég hef búið í Danaveldinu í 10 ár hefur sú staða ekkert skánað. Ég hef skrifað margar síður á dönsku, líka í vinnunni – en það hefur ekki fengið mig til að trúa neitt meira á hæfileika mína til að skrifa. Fáránlegt í raun. Því ég kann alveg að skrifa.

Fyrir tveim vikum síðan fór ég í atvinnuviðtal í vinnu sem mig langaði ekkert í. Það var samt gaman að vera kölluð í viðtal þar sem ég hafði skrifað umsóknina á nákvæmlega 15 mínutum og því vildi ég bara æfa mig í atvinnuviðtals-dæminu með því að mæta á staðinn. Maðurinn sem hafði boðað mig í viðtal var alveg að tapa sér yfir því hversu vel umsóknin mín var skrifuð! Ég reyndi nú aðeins að draga úr þessu hjá honum – enda oftast eru danir mjög uppteknir af stafsetningarvillunum mínum og því sem ég get ekki “enda heyri ég að þú er með hreim og því líklegast ekki dani”.

Þessi frábæru skrif mín hafa þó ekki komið mér í viðtal síðan. Enda er fátt að sækja um. Sérstaklega ekkert sem að mig langar að vinna við! Og hvað er nú það? ÆJi þessi eilífa spurning sem allir spyrja mig og mig langar barasta ekkert að svara. Mig langar eiginlega bara að skrifa.

Svo hér kemur það- fyrsta bloggið mitt í mörg ár! Ég ætla að vera duglegri að skrifa. Um allt og ekkert.

Næsti póstur verður eflaust um leit mína að sveitarstjórnarkandídat sem vill lofa mér að bæta klósettaðstöðuna í skólanum hjá börnunum!

One thought on “Atvinnuleysið

  1. Jibbí! Nýtt blogg 🙂 Það er fullt af rithöfundum sem gera margar stafsetningar- og málfarsvillur 😀 Annars hefðu prófarkarlesarar líka ekkert að gera… 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s