1. Að sofa út!
2. Að vera aldrei vakin á nóttunni
3. Að fá frið til að elda kvöldmat (ekki með hangandi svangan unga í pilsfaldinu)
4. Að sofa út um helgar
5. Sleppa frá öllum leikskólasjúkdómunum
6. Að sofa út
Reyndar alveg ótrúlegt hvað það eru fáir hlutir sem ég sakna mest. Aðalega náttúrulega svefninn. Og að geta eldað í friði. Það væri ljúft að prófa það aftur! 🙂
Svo er það sem maður verður auðvitað að bæta við þegar maður er mamma:
Það sem mér finnst best við að vera mamma:
1. horfa á fallega barnið mitt sofa (friðsæll og engin vandræði í nánd)
2. Vera svarið við flestum vandamálum einnar manneskju! (auðvitað mun þetta hlutverk deyja soldið út með árunum…en samt, strákar eru og verða alltaf mömmustrákar! 🙂 )
3. Þegar maður er dreginn framúr rúminu kl allt-of-snemma á laugardagsmorgni og manni mætir skælbrosandi ormur sem hoppar af gleði í rimlarúminu yfir að mamma sé vöknuð.
4. Að fylgjast með gullklumpnum stækka og fyllast stolti um allan líkamann þegar hann lærir nýjar listir
Jibbí! takk fyrir að byrja aftur að blogga 🙂 er hægt að opna rss að blogginu þínu? það væri frábært, takk! kramar, b