Skyrtertan hennar Svövu

Botn: 4 bollar mulið hafrakex eða Lu kex. Ég nota Lu Bastogne Duo eða Oreo. 200 g brætt smjör. láta það aðeins kólna áður en blandað við. Líka gott að setja saxað súkkulaði með þessu svona spari spari. Blanda þessu saman og sett í eldfast mót. Fylling: 400 g rjómaostur, 500 g vanilluskyr, 1/2 b sykur, 6 tsk vanilludropar, 1 peli rjómi. Þeyta rjóma. Rjómaostur og skyr hrært saman. Sykri og vanillu bætt við. Rjómanum bætt við rólega. Sett ofan á botninn. Smá jarðarberjasultu messað yfir. Bláber, jarðarber eða aðrir ávextir settir efst. Kæla áður en borið fram!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Í fæðingaorlofi með Ágústi

Nú er hversdagsleikinn tekinn við hér á Sømosevej – pabbinn er farinn aftur í vinnunna (og drekkur eflaust marga lítra af kaffi þessa dagana til að halda sér vakandi), stóri bróðirinn í vöggustofunni og ömmur og afar farnir heim (fyrst var föður amman í heimsókn rétt eftir fæðinguna og svo voru móður amman og afinn í heimsókn síðustu dagana). Og eftir erum við, ég og Ágúst í fæðingaorlofi.

Og þá kemur að öllum praktísku hlutunum – það er svo óendanlega erfitt að plana neitt þegar maður á svona ungabarn! Allt þarf auðvitað að passa með brjóstagjöfinni og erfitt að vita hvort maður yfir höfuð hefur orku í nokkuð næsta dag – því allt fer það eftir hvort maður fær einhvern svefn þá nóttina! Og svo kemur alvöru dilemman upp þegar ég vil bæði fara í banka OG Söstrene Grene – því hvert ætti ég þá að fara ? Í Valby eru Söstrene Grene niður í kjallara – þarf að skilja barnavagninn eftir uppi og dröslast með burðarúmið um alla búðina = ekki skemmtilegt! En þar er bankinn nálægt búðinni. Og það er hægt að gefa brjóst ef apakötturinn (Baldur móðgast ef ég kalla Ágúst orm – nógu slæmt að hann sé líka ástin mín!) verður svangur. Hinsvegar er betra aðgengi að Söstrene Grene i Fisketorvet og hægt að gefa brjóst – en soldill göngutúr í bankann þaðan. Það eru heldur betur vandamál sem þarf að leysa þegar maður er svona í orlofi! 😉

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Stillheden før stormen…

Jeg kan egenlig godt lide den her sidste tid inden den nyeste familiemedlem gør sin entrance i vores hjem. Jeg ved nemlig godt at trods alle de dumme ting ved at være gravid (og den liste er ikke kort, kan jeg lige hils og sige!) så har jeg jo kun en bandit til at tage mig af for tiden! Og to hænder. Og han er faktist så stor at man kan snakke og diskutere med ham – og nogen gang (ind imellem) snakke ham til fornuft. Og overbevise ham om at istedet for at vi står op MED DET SAMME så er det hyggeligt at liiiige kravle op i fars seng og ligge der og putte ved siden af mor, mens far finder morgenmaden frem. Og han kan godt selv finde sine sko, tage dem på og give mor sko på også! Altså hvis han er enig i at vi skal udenfor !

Om mindre end 2 måneder bliver vi jo familie på 4 – og der bliver nok et barn som kræver min opmærksomhed hele tiden – endten den store eller den lille! Så stille stunder hvor jeg kan nyde at sommersolen ikke er helt væk her i august måned, skrive lidt blog og læse om alle de små kreative ting jeg kunne fortage mig hvis min krop var samarbejdsvillig og ville gå ned i kælderen til symaskinen, jamen de er nok godt overstået til oktober! 🙂

Eller bliver min barsel lige så meget luxus som med Balder hvor han bare sov ud i et og gav sin mor lov til at både drikke kaffe, sove en lur og gøre rent før frokost!? Eller er det overhoved muligt at få to børn med godt sovehjerte ?

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Kökubakstur með uppskerunni úr garðinum

Þegar við Henrik héldum uppá 30 ára afmælin okkar í lok júní tók ég eina af uppskriftunum hennar Mette og breytti henni lítillega eftir því sem til var í garðinum okkar. Rabbabarin óx eins og arfi á þessum tíma sumarsins og því skellti ég rabbabarasultu í stað bláberjasultu í kremið. Hefði þurft að nota aðeins meira husblast til að kakan hefði orðið flottari – en kakan var víst mjög góð engu að síður 🙂 

Billede

Ég gerði líka eina með jarðarberjum sem þó ekki kláraðist jafn hratt 🙂 

Billede

Þetta er svo prufukakan þar sem ég bjó til bæði krem með jarðarberjum og bláberjum. 

Þetta er að minnsta kosti mjög góð uppskrift þar sem auðvelt er að breyta og bæta eftir því hvaða marmelaði maður vill nota. Og almennt og yfirleitt er þetta alveg frábær uppskrift að góðu kökukremi 🙂 

 

Tók mig svo til og bakaði möffins með brómberjum úr garðinum. Vinnufélagi hafði sagt mér frá því að hún bjó til möffins með hvítu súkkulaði og marcipani. Ég fann fína uppskrift hjá Odense Marcipan og er viss um að maður getur skift berjunum út allt eftir hvað maður nú á útí garði 🙂 Reyndar  held ég að ég hefði átt að setja meiri ber en uppskriftin segir til um, en brómberin okkar eru bara enn að þroskast og því var ekki meira til þann daginn 🙂 

 

Leave a comment

Filed under Matur

2012

Þá er komið nýtt ár, jólaskrautið komið í kassann sinn og á leið útí skúr, og fyrsti vinnudagur kennarans á morgun. Sem betur fer koma nemendurnir fyrst á mánudaginn! Húsið er þó ennþá í drasli og ekki búið að þrífa, en ætli það líði nokkuð yfir rykið úr þessu ?

Arið byrjaði úti á Amager í góðu íslensk-dönsku áramótapartýii. Hér í DK er jú ekki neitt Ráðagerði til að halda partý – svo við ákváðum að bjóða okkur sjálfum í partý! Baldur var ógurlega vel uppalin drengur sem sofnaði um 8 leitið svo foreldrarnir gátu haldið áfram í kokteilum og rauðvíni frameftir kveldi. Það var líka hin bestasta skemmtun – og það voru líka soldið þreyttir og leiðinlegir foreldrar sem Baldur sat uppi með á sunnudeginum. Og svo byrjaði rokið – og það blæs og blæs og danirnir eru að tapa sér í að senda alla fréttamenn útá bryggjur til að sýna hversu svakalegar öldurnar eru. Eg verð alltaf jafn reið yfir því að þeir hafi enga virðingu fyrir kröftum náttúrunnar og leiki sér svona með örlögin… en það er gott að fréttamennirnir hafi eitthvað að segja frá svona í upphafi árs 🙂

Baldur 2 ára töffari er svakalega áhugasamur um að hjálpa til hér á heimilinu. Hann vill fara út með ruslið, skrælla kartöflur, leggja á borðið og taka af borðinu – en hann hefur enga þolinmæði í að foreldrar hans séu lengur en hann að borða! Hann reynir sitt besta til að draga okkur frá borðinu og vælir og skælir yfir að við séum svona lengi að borða, við eigum jú að koma að leika við hann! Barnið er svo mikið einkabarn að þetta er að verða slæmt! Spurning um að fá sér hund eða annað barn til að hann læri að deila athyglinni ? Eða kannski að móðirin eigi að læra að standa við sitt ?? hmmm..

Jæja, best að fara að ryksuga og skúra, og fara svo með barnið í myndatöku fyrir nýjan passa. Það verður nú áhugavert hvernig það gengur í þetta skiftið!

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Eitt er ljóst….

….það er ekki skynsamlegt að fara einn með 2 ára barn í Ikea seinnipart dags eftir langan vinnudag/ dag í vöggustofunni! Sérstaklega ekki þegar þú ætlar að kaupa langa gardínu og annað vesenis dót sem erfitt er að draga með sér heim á kerrunni. Ég held samt að unginn hafi alveg fyrirgefið móður sinni þessa vesenisferð þegar hann fékk að leika í dótinu í barnadeildinni 😉

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Heimþráin

Eiginmaðurinn flúði til Svíþjóðar á fund og vorum við Baldur því ein heima í gærkvöldi. Eftir að Baldur hafði tæmt eldhússkápinn sem ég tók til í um helgina (með miljón glerkrukkum og plastboxum, plastglösum og rörum) fór hann snemma í háttinn enda alveg búin á því eftir daginn í leikskólanum. Ég var sjálf svo þreytt að ég bara kom mér vel fyrir á sófanum og hélt mér þar allt kvöldið. “Home sweet Alabama” var í sjónvarpinu og ég sá hana loksins, en hún var ekkert að gera neina góða hluti fyrir mig! Ég fór bara að sakna Íslands, alveg óheyranlega! Þessi heimþrá fór reyndar að ólga í mér á laugardaginn þegar ég var í hreingerningarham og rigningin buldi á rúðunum. Henrik hafði nefninlega skellt einhverjum íslenskum safndisk í græjurnar og ég söng því hástöfum með Sódómu, Nínu og Stál og hníf! Ég fór svo að pæla í því hvað þessi heimþrá mín gengur útá. jújú, ég sakna vissulega fólksins, það er engin spurning. Vildi auðvitað óska þess að geta haft fjölskylduna og vinina hjá mér og hitt þau eins oft og ég vil. Og tungumálið, já stundum sakna ég þess óheyrilega að heyra íslensku. En það endar þó oftast með að þegar ég á Íslandi finnst mér næstum léttara að tala dönsku ! Og svo þegar ég fór að reyna að ímynda mér að ég myndi flytja heim, pakka öllu hafurtaskinu, manninum og syninum og finna mér vinnu á klakanum…þá gat ég heldur ekki alveg séð fyrir mér að búa í litlu Reykjavík og lifa í íslenska samfélaginu hvern einasta dag. Og hvernig er hægt að fá heimþrá þegar maður er heima hjá sér ? Ég held bráðum að ég sé að verða að einskinslandsmanneskju sem veit ekki hvar hún heyrir til! Og ég hef bara búið hér í tæp 6 ár…..hvað gerist þegar þessi tala verður að 20 ? Eða gerir hún það einhverntíman ?

Neinei, ég er ekki orðinn neinn anti-íslendingur, ég held að akkurat núna langi mig bara að búa til nýja eyju mitt á milli DK og Íslands þar sem ég get safnað öllu því besta frá báðum stöðum! 🙂

Ég spái því að heimþráin fyrst taki til þegar Baldur nálgast skólaaldurinn og ég sé fyrir mér að hann sé á leið inní skólakerfið í Dk sem elur af sér letingja….úff nei þá verður mér örugglega nóg boðið! 🙂

Leave a comment

Filed under Uncategorized