Í fæðingaorlofi með Ágústi

Nú er hversdagsleikinn tekinn við hér á Sømosevej – pabbinn er farinn aftur í vinnunna (og drekkur eflaust marga lítra af kaffi þessa dagana til að halda sér vakandi), stóri bróðirinn í vöggustofunni og ömmur og afar farnir heim (fyrst var föður amman í heimsókn rétt eftir fæðinguna og svo voru móður amman og afinn í heimsókn síðustu dagana). Og eftir erum við, ég og Ágúst í fæðingaorlofi.

Og þá kemur að öllum praktísku hlutunum – það er svo óendanlega erfitt að plana neitt þegar maður á svona ungabarn! Allt þarf auðvitað að passa með brjóstagjöfinni og erfitt að vita hvort maður yfir höfuð hefur orku í nokkuð næsta dag – því allt fer það eftir hvort maður fær einhvern svefn þá nóttina! Og svo kemur alvöru dilemman upp þegar ég vil bæði fara í banka OG Söstrene Grene – því hvert ætti ég þá að fara ? Í Valby eru Söstrene Grene niður í kjallara – þarf að skilja barnavagninn eftir uppi og dröslast með burðarúmið um alla búðina = ekki skemmtilegt! En þar er bankinn nálægt búðinni. Og það er hægt að gefa brjóst ef apakötturinn (Baldur móðgast ef ég kalla Ágúst orm – nógu slæmt að hann sé líka ástin mín!) verður svangur. Hinsvegar er betra aðgengi að Söstrene Grene i Fisketorvet og hægt að gefa brjóst – en soldill göngutúr í bankann þaðan. Það eru heldur betur vandamál sem þarf að leysa þegar maður er svona í orlofi! 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s